Allir kaflar.
FYRSTI KAPÍTULI
Þegar þjóðhetja íslands og höfuðskáld Egill Skallagrímsson hafði um skeið bygt haug sinn í Mosfellsdal nær þjóðbraut þar sem heitir í Tjaldanesi af því ferðamenn tjalda þar, þá kom kristni í landið.
ANNAR KAPÍTULI
Hóllinn sunnanundir Mosfelli þar sem kirkjan stendur sánkar að sér meira sólskini en aðrir hólar. Jafnvel um vetrarsólstöður er oft sólskinsblettur á hólnum. Partabæirnir sem svo hétu, öndvert Mosfelli hinumegin í
ÞRIÐJI KAPÍTULI
Sá maður er nefndur til sögunnar er Ólafur hefur heitið Magnússon ættaður úr Gullhreppum. Hann bjó að Hrísbrú.
FJÓRÐI KAPÍTULI
Því hefur verið haldið fram að á bæ þessum í þjóðgötu þar sem ekki var siður að bjóða gestum, en skeggjaðar hetjur stóðu vörð á hlaðhellunni og létu bæði laust og bundið við gest og gángandi,
FIMTI KAPÍTULI
Sjaldan hitti svo á hrísbrúínga að þeir væru ekki í miðju bústángi, ýmist að fara á fjárhúsin eða koma af þeim með mosa í skegginu
SJÖTTI KAPÍTULI
Frá því er að segja að lángt var nú liðið síðan sá boðskapur var útgefinn af konúngi að Mosfellskirkja skyldi hverfa.
SJÖUNDI KAPÍTULI
Þessi tíðindi gerðust sem fyr segir á túnaslætti snemma meðan björt er nótt. Veður voru gæskufull með fögrum þerrum
ÁTTUNDI KAPÍTULI
Þennan sama morgun uppúr venjulegri fótaferð héraðsins reið séra Jóhann á stað að safna undirskriftum um sameiníng kirkna.
NÍUNDI KAPÍTULI
Ja það er aldrei þið eruð komnir uppá reisuna feðgarnir, ekki sjónskarpari menn, sögðu þeir við Ólaf á Hrísbrú þann dag sem hann var kominn á yfirreið um hérað og hafði Boga son sinn að forhleypi.
TÍUNDI KAPÍTULI
Úttekt á kirkju þeirri sem hér hefur lítillega verið í umræðu er gerð að skipan prófastsins í Görðum þessa sömu daga sem nú var frá sagt, á stekktíð 1887.
ELLEFTI KAPÍTULI
29unda júní sama vor og Mosfellskirkja var rifin mátti lesa eftirfarandi grein undir fyrirsögninni „Saga af dýru brauði“ í vikublaðinu Öldinni
TÓLFTI KAPÍTULI
Konu þessa Guðrúnu Jónsdóttur úr Mosfellsdal, hana þekti sá blekberi sem nú dýfir í byttu, í þann tíð hann var mjólkberi í ofangreindu bygðarlagi og lagði á stað með mjólk í pjátursbrúsum klukkan fjögur
ÞRETTÁNDI KAPÍTULI
Sakir annríkis í öðrum póstum hefur nú undan dregist um skeið að segja frá hækkun Lágafellskirkju mót himni hér í lesmálinu.
FJÓRTÁNDI KAPÍTULI
Þrír snikkarar að sunnan brutu niður Mosfellskirkju með kúbeini. Þeir stökkuðu brakið ásamt með lausadóti kirkjunnar fyrir utan sáluhliðið.
FIMTÁNDI KAPÍTULI
Yfirvöld skárust aldrei með formlegum tiltektum í hvarf helgra dóma sem nú var ritað; þótti víst ekki taka því að láta blása úr opinberri átt meira en hæfði á gasa sem gekk görðum hærra í sveitinni.
SEXTÁNDI KAPÍTULI
Nú víkur sögunni suður einsog sagt er í Mosfellssveitinni þegar átt er við höfuðstaðinn.
SAUTJÁNDI KAPÍTULI
Í þann tíma rann opinn lækur í gegnum höfuðborg vora og var kallaður Lækurinn; í honum voru hornsíli.
ÁTJÁNDI KAPÍTULI
Nú víkur sögunni aftur upp í Mosfellsdal, þá kirkjusókn sem fyr var frá horfið enda búið að leggja niður brauðið og jafna kirkjuna við jörðu og allir fyrir laungu farnir að hugsa um eitthvað þarfara.
NÍTJÁNDI KAPÍTULI
Það væri þarfur maður sem skrifaði sögu af Stefáni Þorlákssyni, þó hefur blekbóndi sá sem hér er að verki ekki bein í rófunni til þess.
TUTTUGASTI KAPÍTULI
Þegar Finnbjörg var látin sendi Ólafur karl Andrés son sinn á fund sóknarprests Lágafellskirkju, þeirrar kirkju niðrí sveit sem var laungu orðin sóknarkirkja mosdæla að lögum.
TUTTUGASTI OG FYRSTI KAPÍTULI
Þjóðbrautin er ekki einlægt eins slétt og fyrstu hnífakaup æskunnar; hornsílin í tunnunni hjá Öskuláka vildu enn ekki verða að hákalli.
TUTTUGASTI OG ANNAR KAPÍTULI
Þegar Stefán Þorláksson var orðinn hreppstjóri í Mosfellssveit og sestur í hverabú sitt í dalnum, þá gnæfði hann svo hátt yfir aðra menn í sveit þessari, að ekki höfðu aðrir gert betur síðan Egill Skallagrímsson gróf þar í fúakeldum kistur sínar góðar
TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAPÍTULI
4ða apríl 1965 þegar Mosfellskirkja hin nýa var vígð, gjöf Stefáns Þorlákssonar, ein fegurst kirkja og best búin sem nú stendur á Íslandi, þá bárust henni ýmsar veglegar gjafir.