Bogi og Andrés
Meira >
Synir hans bættust í hópinn, alskeggjaðir og óþekkjanlegir frá samtímamönnum sínum Karli Marx og Bakúnín.
Bogi: Bogi þessi var glaðbeittur við alla menn og áreitti aldrei mann eða skepnu svo vitað sé. Hann sá heldur illa, talinn hafa verksjón en ekki lestrarsjón, þekti menn oft ekki í sundur og talaði eins við alla menn, einkum átti hann bágt með að greina sundur únglínga. En við hvern sem hann ræddi fór hann aldrei útí þá sálma sem hann kunni ekki.
Andrés: Andrés þótti fyrir þeim hrísbrúarfeðgum og svaraði með mestum skörúngsskap bæði þar á hlaðinu og annarstaðar, enda varð hann sem áður getur fyrstur innborinna mosdæla til að komast í hreppsnefnd í héraðinu. Hann átti meira að segja bækur og fékk fleiri bækur þegar hann varð sextugur. Hann tók oft fram ritið Menn og mentir eftir Pál Eggert Ólason, sem hann fékk í afmælisgjöf frá hrepnum, og lofaði mönnum að vega bókina í höndum sér og finna hvað hún var þúng. Margir öfunduðu hann af að vera í hreppsnefnd. Hann keypti sér skósíðan frakka til að hafa í hreppsnefndinni.
Orðatiltæki: Andrés –Þegar hann hafði starfað nokkur ár í nefnd þessari sagði hann: „hreppsnefndin er ekki nein skemtinefnd, allra síst eftir að bæði traffík og konkúrensi er farið að gera vart við sig í héraðinu.”