Hlaðgerðarkot og umhverfi

Hlaðgerðarkot sem áður var kallað „mesta örreytiskot Mosfellshrepps“ var samkvæmt Innansveitarkroniku aldrei ætlað sem mannabústaður. Þar er sólarlítið og öll ræktun því erfið. Þegar ríkinu hafði mistekist hrapallega að rækta þar kartöflur eignaðist Stefán Þorláksson landið. Þá uppgötvaðist að þar var heitur lækur sem síðar var notaður til hitaveitu. Stefán hafði af því miklar tekjur sem eftir hans dag hafa runnið til Mosfellskirkju.

Stefán Þorláksson. Ljósmyndari: Sigríður Zoega. Eigandi: Þjóðminjasafnið.