INNAN

SVEITAR

KRONIKA

Innansveitarkronika kom út árið 1970 og er næstsíðasta skáldsagan sem Halldór Laxness sendi frá sér á höfundarferlinum, voru þá liðin rúm fimmtíu ár frá því sú fyrsta kom út. Titillinn vísar til glímunnar við söguformið en kronika er fornt heiti á frásögn sem ekki lýtur sögumanni heldur rekur atburði eins og þeir raunverulega gerðust.

Halldór nýtir sér raunverulega atburði sem gerðust í Mosfellsdalnum frá árinu 1880 og fram á fimmta áratug 20. aldar og spinnur sögu í kringum kostulegar deilur sóknarbarna um kirkjubyggingu að Mosfelli.

Opna bókina