Lágafell

Á Lágafelli var byggð ný kirkja þegar sú á Mosfelli var rifin. Nýja kirkjan var vígð árið 1889 og þar sátu prestar Mosfellinga í kringum aldamótin 1900. Síðar eignaðist athafnamaðurinn Thor Jensen jörðina og bjó þar síðustu æviárin. Loks keypti Mosfellshreppur jörðina og mikið af þéttbýliskjarna Mosfellsbæjar stendur í fyrrum landi Lágafells.

Myndin var tekin eftir guðsþjónustu í Lágafellskirkju 16. júní 1901. Ljósmyndari: Daníel Daníelsson. Eigandi: Þjóðminjasafnið.