Mosfell

Kirkjuna á Mosfelli mætti kalla aðalpersónu Innansveitarkroniku. Þar átti Egill Skallagrímsson að hafa geymt kistur sínar „sem sagan kallar silfurkistur af einhverskonar feimni en ég held áreiðanlega að hafi verið gullkistur.“ Þar hafa kirkjur verið reistar og rifnar aftur niður í gegnum aldirnar, nú síðast með þeim atburðum sem sagt er frá í Innansveitarkroniku. Í dag stendur þar kirkja sem vígð var árið 1965, teiknuð af Ragnari Emilssyni og byggð fyrir fé sem Stefán Þorláksson ráðstafaði til byggingar kirkju á Mosfelli eftir sinn dag.

Mosfellskirkja árið 1883. Ljósmyndari: Walter H. Trevelyan. © Brennholt.