Hrísbrú

Á Hrísbrú, næsta bæ við Mosfell bjó Ólafur Magnússon bóndi ásamt fjölskyldu sinni; Fimmbjörgu konu sinni og sonum þeirra. Kirkjan í Mosfellsdal var fyrst reist á þjóðveldisöld þar sem nú heitir Hrísbrú, en var samkvæmt Innansveitarkroniku flutt að Mosfelli þegar skriða féll á túnið. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á Hrísbrú frá árinu 1995 og hafa fundist leifar um hina fornu kirkju á svonefndum kirkjuhól.

Ólafur Magnússon bóndi á Hrísbrú (1831-1915). Ljósmyndari óþekktur. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar.