Fimmbjörg

Hrísbrú

Fyrirmynd: Finnbjörg, kona Ólafs Magnússonar á Hrísbrú

Einginn þekti hana, vegfarendur höfðu aldrei séð hana, sumir drógu af líkum að slík kona væri ekki til. Innansveitarmenn höfðu þó margir séð hana fyr á árum þegar hún gekk um hús sín, stilt í orðfæri en tók á öllu af röggsemi, samt með nokkrum hætti gestur heimahjá sjálfri sér, enda ættuð að norðan; þjóðskáldið á Bæsá sem þýddi Milton og Klopstock ku hafa verið ömmubróðir hennar. … Dag nokkurn um það bil sem börn hennar voru vel komin á legg lagðist hún í kör og reis ekki upp síðan; en kör hefur verið ein mikilsverðust þjóðfélagsstofnun á Íslandi frá því að land bygðist. Það var sagt að konan væri búin að liggja átján ár í körinni. (1970, bls. 31-32) Orðatiltæki: „Ég er einlægt að vona og biðja að ég fái að fara að fara. Þetta er farið að dragast nokkuð leingi þykir mér. Það er ekki leingur hald í mér. Ég er laungu hætt að kannast við sjálfa mig. Lítið var, lokið er.”

Uppkast Halldórs Laxness af Innansveitarkroniku