Gunna Stóra

Mosfell

Fyrirmynd: Guðrún Jónsdóttir, vinnukona. Hún var fædd í Hamrahlíð 26. desember 1854 og lést á Æsustöðum 24. mars 1936. Hún var greftruð á Mosfelli. Hamrahlíð er ekki lengur í byggð, en er nú undir Blikastöðum. Andlit Guðrúnar og höfuðlag allt var af mynd að dæma stórskorið eins og landið.

Hún var fjallmyndarleg stúlka einsog farið er að segja nú á dögum, hafði átt erfiða bernsku, en snemma farið að úðra onaf fyrir sér og voru rómaðar handatiltektir hennar einkum og sérílagi í mógröfum. Hún var kona mikil vexti og hafði burði á við vaska menn. Hún gekk manna á milli og vann þau forvirki sem ekki voru aðrir fúsir til, og var svo vel skapi farin að allir vildu hafa hana sér nær; en þó hún væri gör í orðum, þá firtist aldrei neinn við tali hennar. … Hún var í raun og veru kapítalisti því hún var aldrei vistráðin en talin lausakona; sá titill hafði ávæning af sérstöðu þó hann væri kanski ímyndaður. Hún var að minstakosti frjáls kona. Orðatiltæki: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir.”

Guðrún Jónsdóttir frá Hamrahlíð (1854-1936). Ljósmyndari óþekktur. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar úr safni Guðmundar Magnússonar.