Ólafur

Hrísbrú

Fyrirmynd: Ólafur Magnússon, bóndi á Hrísbrú í Mosfellsdal. Ljósmyndari óþekktur. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar.

Hann hafði mjóan vángakraga eins og mun hafa tilheyrt gervi manna uppúr aldamótunum fyrri. Honum lá ekki vel orð til flestra manna, þó talinn óáreitinn, nema átti alla tíð í útistöðum við mosfellspresta útaf ágángi búpeníngs og öðrum ójafnaði sem hann taldi sig verða að þola af prestum þessum og þeir af honum. … Þegar hann fór til kirkju fór hann ævinlega í sparifötin, stutta vaðmálstreyu nokkuð víða, kragalausa og hnepta í hálsmálið, með heimagerðum beintölum og í lokubuxum einsog Napóleon mikli. Aldrei girti Ólafur á Hrísbrú tún sitt, en var þeim mun reiðubúnari með hund og hrossabrest, einkum við búpeníng prestsins. Orðatiltæki: „Þó Egill Skallagrímsson sé ekki nógu mikill dýrlíngur handa ykkur mosfellsanskotum þá er hann nógu góður fyrir okkur á Hrísbrú.”

Ólafur Magnússon bóndi á Hrísbrú (1831-1915).