Séra Jóhann

Mosfell

Fyrirmynd: Séra Jóhann Þorkelsson, síðasti presturinn á Mosfelli, síðar dómkirkjuprestur. Sá prestur kemur fyrir í fleiri sögum Halldórs, bæði Heimsljósi og Brekkukotsannál. Hann komst hins vegar ekki fyrir í Kristnihaldi undir jökli því hann var svo ólíkur Jóni Prímus.

Séra Jóhann fluttist til Reykjavíkur og varð dómkirkjuprestur og þjónaði því aldrei í Lágafellskirkju. Hann gekk í svörtum frakka og gallossíum og var með stórt nef. Hann hafði dimman og hlýjan málróm og talaði ósjálfrátt í einföldum spakmælum. Það var hann sem sagði meðal annars þessi minnisverðu orð: „Góð blöð eru góð ef þau eru góð. Svona spakmæli eru þægileg og meiða engan,“ sagði Halldór Laxness. Séra Jóhann er sagður hafa látið aftur annað augað fyrir guðssástar sakir, þegar hann gaukaði klukkunni að Ólafi á Hrísbrú, eftir að kirkjan hafði verið rifin.  Orðatiltæki: „Því er nú ver og miður að ég á ekki öl einsog Egill var vanur að drekka, en gott kaffi er gott ef það er gott.”

Hluti úr blaðsíðu úr Innansveitarkroniku þar sem Halldór hefur verið að breyta og leiðrétta eins og hann var þekktur fyrir.